LEIÐIN

Ég er glaður
Því í dag fann ég leið
Hún er bæði
Björt og breið
Og það sem meira er
Að ef ég hana fer
Þarf ég ekki að ganga einn

Ég er leiður
Því í dag var mér sagt
Að á þessari braut
Væri líf manns eyðilagt
En ég hef það svo gott
Og allt fólkið svo flott
Að ég vil ekki fara annað

Ég er dapur
Því í dag er ég einn
Og þessi vegur
Er hvorki bjartur né beinn
Ég held ég sé veikur
Og orðinn hálfsmeikur
Um að ég rati aldrei burt héðan

Ég er glaður
Því í dag fann ég leið
Hún er bæði
Björt og breið
Og það sem meira er
Að ef ég hana fer
Þarf ég ekki að ganga einn