hæhæ..´.þetta ljóð samdi ég um ömmu mína þegar ég var lítil..ég var rúmlega 8 ára. Mig langar bara aðeins að heyra viðbrögðin. Fyrsta ljóðið sem ég skrifaði :)

AMMA MÍN

Einu sinn ég ömmu átti,
hún var mér voða góð.
Margar sögur hún sagði mér,
því hún var svo voða fróð

Amma mín var öldruð
og átti voða bágt.
Þess vegna var betra
að hafa ekki hátt.

Eina nótt var hringt í mig
og sagt að hún væri látin.
Auðvitað var það sorglegt þá,
því ég hélt alveg inn í mér grátinn.

Eina huggun mín er sú
að á himnum hún hvíli nú
og að Guð og Jesú
gefi henni ást og alúð.