Hún hvístlaði blíðlega í eyra mitt,
"ég þrái að snerta þig…
þú ærir mig.

Ég lít í þessi djúpu augu,
týnist örskamma stund
og strýk hvítt,
silkimjúkt hörund hennar.

Hún á mig..

hún tærir mig án þess að vita,
að þessar varir,
brenna varir mínar.
Að þessi brothætta sál,
skilur hjarta mitt eftir
blæðandi sárum.

Snertingin upp eftir hnakkanum,
svo fíngerð,
svo rafmögnuð að hárin rísa.

Lág stuna deyr út á vörum hennar,
augnablik sem ég þrái að ná.

Bara ef..
ef ég fyndi augnarblikið,
þá myndi ég draga það á tálar
og senda hana til himna.

En hún hverfur á brott
einu sinni enn útí dimma nóttina,
sem fer henni svo vel.

Tár fellur af vanga mínum,
er hún hverfur fyrir hornið,
og ég hugsa með mér,
Guð..
Passaðu hana.