Ég skrifaði þetta ljóð sama kvöld og mjög góð vinkona mín missti ættingja mjög óvænt. Ég hafði aldrei séð þessa manneskju svona hrikalega leiða og bara varð að tjá mig. Þannig að þetta er mikið “tilfinningaljóð”.
Grátt' ei meir
Greyið mitt; grátt' ei meir
Þú sem ert öðrum góð
Brostu blítt í birtunni
Þó þú sért ekki um lífið fróð
Greyið mitt; grátt' ei meir
Sár þín mun ég græða
Ég skal hvílast í kvöld hjá þér
Og um lífið þig fræða
Greyið mitt; grátt' ei meir
Gæskan brostu nú
Við munum ganga í gegnum margt
Birtan í lífi mínu er ætíð þú
Greyið mitt; grátt' ei meir
Við stöndum öll þér hjá
Við munum standa sterk þér við hlið
Og hamingjukornum sá
Greyið mitt; grátt' ei meir
Tíminn mun hjá líða
Það þýðir ekki að berja haus við vegg
Þú verður bara að bíða
______________