Býflugu ég þekki,
(sem þú þekkir ekki).
Suðandi kom hún heimin í,
ég get ekkert gert að því.
Menn segj’ að hún suði mikið
og meira fyrir vikið,
að hún hafi einhverja ástarþrá
og svo mörgu að segja frá.
…enda er hún alltaf eitthvað að spá.
Svo birtist henni einn býflugnafýr
sem að hún heyrði að væri nýr
í býflugnasamfélagi.
Hann var sko svaka gæi!
Í fyrsta sinn á ævinni flugan þagði,
og var það þegar að drengurinn sagði;
“Komdu nú með mér til heitari landa
og flatmögum út um sólbakaða sanda,
elsku Randa!”
Býflugan brosandi suðaði “já”
og af stað lögðu þau þá.
Það verður nú aldeilis sjón að sjá
þau saman upp til stranda.