Föllnu fljóð landsins fagra
Vei þér fallna dís!
Eitt sinn áttir fegurð og fágun,
glataðir öllu, og lokkar nú menn
með lágum buxnastrengjum.
Þú ert sæt og flott en eins blind
fyrir því eins og punktur
er fyrir eigin tilvist.
Tilgangurinn tíndur,
gleymdur og grafinn.
Í nautnina þú hentist
og taldir þér trú,
um að þetta væri
þinn staður og stund.
Vei þér fagra drós!