Ég samdi þetta nú ekki sem ljóð, heldur lag og þess vegna skipta stuðlar og höfuðstafir litlu máli. En ég gerði þetta einmitt fyrir íslensku og spilaði með á gítar.
Sól og Máni
Það var einu sinni maður sem að átti son
Máni hét sá drengur, var sagður boða von
Hann átti einnig dóttur, í perluskrýddum kjól
Og var það altalað að hún héti Sól
Sól og Máni
Munu aka’ eins lengi og við að morgni munum vakna.
Sól og máni
En spurningin er sú, munu þau ei hvors annars sakna
En Goðin urð’ein ánægð með þessa nafnagift
Svo að sól og Máni voru sínu frelsi svipt
Á vögnum sínum fara um okkar stóra heim
Og ak’á degi hverjum um víðáttunnar geim
Ekk’er það nú skrítið, þó sólin fari hratt,
á eftir rennur úlfur, ég hef það fyrir satt
Svo er þar einnig annar, sem á undan er
Það seinna dæmið sannar hvernig þetta fer
Sól og Máni
Munu aka’ eins lengi og við að morgni munum vakna.
Sól og máni
En spurningin er sú, munu þau ei hvors annars sakna
En svona mun það vera um alla okkar tíð
Að sólin okkur vekur engilbjört og blíð
Og Máni mun oss leiða í draumaheiminn inn
En saman aldrei aftur, þau dvelja kinn við kinn
Þetta er ort um frásögnina um sól og mána í snorra-eddu.