Firrta veröld
Mér finnst heimurinn eitthvað svo klikkaður núna,
eða er það bara ég?
Mér líður eins og hugsanir mínar séu fastar hvirfilbil sem þeytir þeim út og suður svo að ég næ ekki að festa eina hugsun heldur snýst allt og snýst og mér líður eins og ég sé klikkaður.
Eða er það heimurinn?
Kaupa þetta kaupa hitt, borða þarna, eignast þetta, gera hitt og vinna, vinna og vinna. Vinna svo mikið til að eiga fyrir öllu sem ég þarf að gera, kaupa og eignast. Til þess að verða hamingjusamur? Þvílíkt rugl.
Eða er ég það bara?
(Ég er ekki alveg viss með titilinn en ef þið hafið hugmyndir endilega komið þeim á framfæri!)