Nútímasamband
Tveir verða að einum,
þegar gleymi ég mér.
“Hæ, ég er hræddur við tilfinningar,
má ég skapa með þér samband byggt af lygum,
til að fela mig í?”
“Ég skal gefa þér umhyggju, og annast þig.
Ég skal gleyma eigin siðferði; eigin lífi; áhugamálum,
aðeins til að sína þér hve sérstök þú ert!”
Og tveir verða að einum.
Svo verð ég heppinn, mér batnar, breytist heilann helling,
og kemst að því, að ég veit ekki hver þú ert!
Úr felum ég skríð,
og tilfinningarnar sé,
og sambandið hrynur.
Og einn verður að tveim…