og hugurinn hleður hana höllum
sem brotna við bank á glugga
í brjáluðu rokinu
andrúmsloftið er fast fyrir
einsog augun full af möllum
ískrandi skakkur veruleikinn
hjartað í kokinu
og önd mín öll hún emjar
fjötruð á þessum sjúka stað
berst um í steinsteyptu kófinu
rétt svo tórir
en pína þessi gleymist skjótt
því minni mitt er sviðið blað
og draumarnir í hausnum
alltof fokkin stórir…..
plast trén einsog hráviði
rauða lestin löngu fallin
var aldrei á sporinu
og þrestirnir hættir að kvaka
það er legó-nótt í vændum
aftur í vorinu
“In Russia, notalgia is regarded as an illness. Or at least it used to be. In the good old days.”