Ljóð um blóm
Elsku blóm viltu blómstra?
Bara fyrir mig?
Ég skal vera sólin, loftið og vatnið
bara fyrir þig
Elsku blóm viltu þá blómstra?
Bara fyrir mig
Ég skal vera titrandi daggardropi
á laufblaði þínu
sem fær ei flúið örlög sín
að falla þér að fótum
næra þig elsku blóm
Elsku blóm viltu blómstra?
Bara fyrir mig?