halló, ég er nýr hérna,
væri vel þegið að fá álit á mínu allra fyrsta ljóði… ekki vera of gagnrýnir ;/
Ekki neitt…
ég,
ég er lítið, ég er minna,
ég er ekkert.
Ég er afgangur af strokleðri,
sem dettur af eftir notkun…
Ég er strokleðrið sem liggur á borðinu,
sem enginn tekur eftir…
Ég er strokleðrið sem ýtt er á gólfið,
þar tekur enginn eftir mér…
mér er sparkað, ýtt og stigið á mig,
þar til að ég festist í tyggjóinu undir skónum þínum,
ég dett af í götuna, þar sér mig enginn…
þar tekur enginn eftir mér.
ég er strokleðrið sem liggur í skítugri götunni,
í rigningunni, aleinn,
enginn sér mig.
ég berst með rigningarstraumnum,
í áttina að holræsinu,
ég get ekki stöðvað mig,
lendi í skítugu vatninu,
byrja að leysast upp í eiturefnum,
smám saman minnka ég, ég hverf,
nú er ég orðinn að minna en ég var,
ég er loft,
ég er… ekkert….
J