Eitt sinn lítill heimur var
Sem af öllum öðrum bar
Fjólublá tún og himinn bleikur
Trén blá, engin mengun, enginn reykur
reykur
reykur
ég vildi fara, en ég var smeykur
ég vildi fara, en það var enginn leikur
Enn eina nótt er stjörnur glömpuðu himninum á
Og halastjarna, sér yfir mig brá
Mér í halann tókst að ná
Og heimili mínu barst ég frá
Loksins rættist mín hjartans þrá
Er ég lenti plánetunni á
Sem mennirnir kalla Birtubrá
Hús ég byggði úr fjólubláum
stráum
mjög mjög mörgum, en ekki fáum
fyrst byggði ég fyrstu hæð
svo aðra hæð
svo þriðju hæð
og húsið óx og úr varð höll
sem lagðist yfir víðan völl
og er fólkið heima frétti það
að allir væru konungar á þessum stað
Þá Þaut það hingað, allir sem einn
Ekki varð eftir neinn
Ekki neinn
Alls ekki neinn
Hallir risu hlið við hlið
Veksmiðjur og búðir bættust við
Allt þetta spúði svörtum reyk
Sem kvaldi hverja einustu eik
Túnin urðu öll svo ljót og grá
Og hættu trén að vera blá
Himinn sem eitt sinn var bleikur
Var nú falinn, það var aðeins reykur
Litli staðurinn
Heimurinn
Varð núna mengun að bráð
Ég varð að finna einhver ráð
Enn ekkert fann, hvernig sem að var gáð
Ég vildi í burtu frá Birtubrá
Ómengað heimili ég vildi fá
Svo í halann á halastjörnu greyp
Og lagði af stað í stjörnu leit
Svo loksins lítinn hnött ég fann
Ég elskaði hann, elskaði, elskaði hann
Byggði heimili mitt þar á
Engum ég sagði hnettinum frá
Húsið ég byggði svo smátt
Enginn það sá á nokkurn hátt
Og enginn vissi af veru minni
Enginn ógnaði lengur, náttúrunni
Í þúsundur ára þar ég bjó
Fyrir mig var þetta nóg
Þessi staður hann er
er
er
Heimili mitt í heimi hér
Hér ég mun búa í þúsund aldir
Eða þar til dagar heimsins verða
Taldi