Hvar sefurðu nú vinur?
Er búið að feykja þér endanlega burt?
Eða bíðurðu þess einungis að úti verði þurrt?
Ég man þig vinur
Þú stóðst sterkur sem stærsta eik
Þú svafst aldrei lengi, fórst frekar á kreik
Ég man þig vinur
Þú brostir blítt að sárum
Þú gafst aldrei upp, hlúaðir að tárum
En þú veiktist vinur
Þú hvarfst okkur hugaður frá
Og nú er ég einn, en í huga þér hjá
______________