Á hverjum degi hendast hugsanir mínar
fram og til baka einbeitingslausar
svo fjaðurkenndar og stjórnlausar.

Vettvangur minn hefur glatað tilverustigi sínu
í kringum þúsundir örgjafa líkamans
berast boðin of hægt, skilningi ekki náð.

Ég kveiki kerti til að ylja sálarniðnum
bíð eftir færi, að henda mér upp í rúm
þar sem hugurinn hvílist frá veruleikanum.

Tómið sem myndaðist við burthvarf þitt
hefur enn á ný náð að drekkja mér
svíðandi tilhugsun - að vera án þín.