Brostnir draumar - revised
Lilja Ló gengur um eina napurbjarta nótt,
já þar fer hún, svo sæt og fín og flott,
fyrir henni er lífið, æðislegt og gott.
Hún á framtíð bjarta, og draumum skartar,
Lilja Ló, veslings unga fljóð,
lífið er ekki lítið fallegt ljóð.
Naggur Nostri, var dökkur á brún og brá,
hann vildi ekkert gera, en allt vildi fá,
veröld vildi flýja, því ekkert gott hann sá.
Hann glæpi framdi og konur lamdi,
Naggur Nostri, sem plágan hann er,
því með hamingjuna burt hann fer.
Kvöld eitt Lilja Ló um eina götu gekk,
þar Naggur Nostri sat á gömlum viðarbekk,
hún lítið lag söng, en lyf hann sér fékk.
“Halló litla sæta snót, langar þig í fallegt dót?”
Já hún hefði átt að vita betur,
hið litla fljóð hjá honum situr.
—
Er ungur Naggur var, ekkert gott hann fékk,
drykkfeldur föður, sofandi sett´ann í sekk,
með marbletti á maga, í skólann hann gekk.
Faðirinn misnotaði, og illt við hann sagði,
og móðir hans aldrei gat sagt neitt,
því ofbeldinu var henni líka beitt.
—
Það var svartnætti, stjörnubjart það var.
Í fjarska áhyggjufullt foreldri,
eftir dóttur sinni leitar.
Einsamall köttur, mús í kjaftinum bar,
já engin annar var á ferli.
Nema Naggur Nostri er með tár í augum,
einn niður götuna gengur.