Núna er ég orðin ástfanginn á ný, hughrifinn af heillandi manni.
Hann kveikir í mér stórt bál og ég á erfitt, með andardrátt.
Þetta veldur mér svo miklu hugarangri, því að ég veit að hugurinn mun aldrei verða sá sami til mín. Á maður að elska? Er hægt að elska marga í einu? Hvað segir það um stöðu manns að maður hugsar um annan, sem maður vill kannski svo ekkert meira en að hafa hana aðeins hjá sér í nokkrar klukkustundir eða daga og finna hlýjuna frá manninum sem ég veit að er svo sterk, svo ómeðhöndluð. Samt vil ég ekki missa það sem ég hef þó að ég sé á góðri leið með að gera það….Á hjartað eða skynsemin að ráða? Manneskja með lítið sjálfsálit getur ekki ákveðið sig sjálf. Hvort er betra, skynsemin eða hjartað?
Ef ég gæti orðið sú sem þú vildir allan tímann.. svo að ég vitni í eina bestu hljómsveit allra tíma.
Hvað er ég að gera? Hvað er ég að spá? Er hugurinn bara að plata mig eins og hann hefur einu sinni áður gert á þessu sviði. Ef ég fengi bara eitt hint þá væri ég farin. En hvert mundi ég fara þaðan. Mig mundi ekki lenga lengra en ég veit að þetta er ekki staðurinn. Helst vildi ég fara ofan í holu og fela mig þar fyrir ástinni sem nær að plata mig svona. Hún hlær af mér og lætur mig vera orðlaus, segja hluti í engu samhengi og gera asnalega hluti sem verða nákvæmlega til þess að þú veist ekki hvað þú átt að halda um mig. Ég er að verða klikkuð á tilfinningum sem ég skil ekki. Þær eiga ekki eftir að fá neinn bakgrunn eða hvað?
Hjartað tútnar út og hvín á niðurleið
hjálp.
and gravity always wins