úr vosbúð við örmagna grenjum
í fjarskanum heyrast há skotin.
Trjágreinar skera vor andlit svo djúpt
öskur enn heyrast í kjarri óljúft
þar liggur ein hnátan fótbrotin.
Byssurnar þyngjast með þrepi hverju
þunnklæddir göngum án verju
óvinir leynast í sérhverju kjarri.
Við læddumst um votir og hljóðlátir mjög
en greinarnar brotnuðu og sungu sín lög
úr þykkninu flýgur upp starri.
Senn komu þar óvinir þungvopnaðir tólum
við gátum ei varist þessum Satans fólum
því loppnir við gátum ekki fingurna hreyft.
Byssuskot glumdu þar og dóum við sárir
óvinir reyndust okkur einum of klárir
í berginu blóð okkar stendur enn greypt.
Stríð þetta var ekki mikilvægt neinum
sendir við vorum af forseta einum
sem vildi ná olíu úr annars lands fenjum.
Látnir við erum en ráfum þar enn
einmana dauðir og illvondir menn
úr vosbúð við örmagna grenjum.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.