Einelti má réttlæta með rökum,
úrkynjun má forðast ef við tökum
fast á öllum heimsins vandamálum
gæskan getur dregið oss á tálum.
Heildin fyrir öllu gengur.

Darwin hafði eyrna í millum mikið
sá hæfi lifir af, og ekki hikið
við að koma í haus hans ógn og ótta.
Flæmdu hann frá okkur burt á flótta.
Stríddu honum aðeins lengur.

Hlaupið kallast gaur í mínum skóla.
Hann er æðstur meðal feitra fóla.
Hann hlaut nafn af sínu varadekki
sem virðist ætla að setja hann í hlekki.
Litli, heimski, feiti drengur.

Og Hlaupið inní fylgsnin höfum hrakið
hann hefði átt að fara beint í lakið.
og meir og meir mér lífsfyllingu gefur,
í ljós og gleði skammdegi breitt hefur.
Þú ert mikill gleðifengur.