Það er eitt sem mér finnst sárlega vanta í þetta ljóð…..og það er myndmál. Rétt í blálokin…ég lifi meðal drauga….er svona hálfmynd….Myndmál er eitt aðalverkfæri nútímaskálda….og þegar ljóð er gjörsamlega gerilsneytt myndmáli, þá er svo erfitt að lesa þetta sem eitthvað annað en texta. Ljóðrænt myndmál, takk! Hvernig er hægt að orða þessa annars ágætu hugsun í myndum? Hvernig lítur fólk út? hvernig er hægt að gera ´mynd úr tilgangsleysi? Þetta er glíman, ekki bara að segja sisvona, lífið er innantómt….því það, kæri Koppur, geta allir….en er líklegt að hverjum sem er dettur í hug að líkja lífinu við tóma tunnu sem veltur niður hlíð????….eins og eitt ágætt finnskt skáld sagði eitt sinn þegar hann var spurður um það hvernig ætti að yrkja:“maður þarf að sjá með eyranu!”