Töluvert langt í burtu
frá ykkur öllum
ykkur sem ég skildi við,
ykkur sem ég skildi eftir.
Ég rígheld í myndir og minningar
um samvofin líf okkar.
Ég rígheld í minnunguna
um hlýju ykkar og umhyggju
í minn garð.
Það er það sem heldur mér gangandi
í landi sem ég þekki ekki
á meðan ég læri nýtt mál,
nýtt fólk að þekkja og
nýtt umhverfi að sjá.
Nú get ég ekki faðmað ykkur
né brosað til ykkar,
séð glettni ykkar eða söknuð,
því nú fáið þið
gleði mína og sorgir
í síma eða í rafrænubréfi.
G