ef enginn hlustar?
Til hvers að spyrja
ef enginn svarar?
Til hvers að eiga drauma
ef þeir aldrei rætast?
Til hvers að lifa
þegar ekkert er til að lifa fyrir?
Lífið er nóg
þótt enginn hlusti,
því það er nóg að þér þyki söngurinn fallegur,
þótt enginn svari,
því ekki eru alltaf svör við öllu,
og þótt draumarnir rætist ekki,
því draumar eru til að dreyma um þá.
Lífið er nóg
því Guð gaf þér lífið.
P.S.Ég samdi þetta í fyrra þegar ég var að labba heim úr skólanum og þetta var bara það sem ég var að hugsa, þetta kom bara allt í einu.
Fólk er fífl