vökva það með allri minni ástúð og hlýju
held því fast upp að mínu fátæklega hjarta
skýli því fyrir votu veðri og hvössum vindum
feimnir sólargeislar læðast framúr dúnmjúkum skýjum
glitrandi droparnir speglast sem dýrnidis perlur
moldin kveikir líf í litlausri frostbitinni jörðu
stilkurinn sprettur upp svo fagurgrænn af listrænum þokka
springur út eftir Guðs litabók í öllum hans skærustu litum
en sum litskrúðustu blómin eru lyktarlaus með öllu
sumt fegursta kvenfólk er ófært um að geta elskað
“True words are never spoken”