VÆLUKJÓI

Ég þrugla oft um þunglyndi
Eins og ég einn sé gegn þeim vindi
Þú þarft ekki að hlusta en gerir samt
Þó svo þú hlustir aðeins skammt
Ég vona bara að þér leiðist ei
Þegar ég væli um hvenær ég dey
Því ég væli um of…

Ég kasta upp og kæfi þig
með kjaftæðinu eftir mig
Ætti að hætta þessu væli
Áður en burtu ég þig fæli
Hver vill hlust’ á þetta flón
Sem þykist þekkja öll lífsins tjón?
Ekki ég…

Ég á ekki bágt en mér finnst það
Það er ekkert að mér frekar en að
Mig skortir athygli og þykist því
Að við allar hörmungar ég bý
Ég þarf bara að tjá mig og kveina og kvarta
Því það liggur fátt annað mér á hjarta
Sem nokkru máli skiptir…