Líkt og ekkert færir fjallið,
fjarlægir enginn þennan þunga
af brjósti hans burt.
Brottinn, hann veit að það er líf,
en sér það aðeins hjá hinum.
Sjálfsvorkun, þunglyndi,
þeir gáfu því nafn. -
En þótt fjallið hafi nafn,
mun samt ekkert því hagga.
Þeir kölluðu “tilfining eða ótti;
já val eða tilviljun.” - -
Skiptir það máli,
þegar ekkert annað gerir það?