*Nóttin*

Lítil, einmana vera
gengur um með svarta slæðu,
syngjandi vögguvísu.
Það er verk hennar og vinna.
Veran hylur himininn,
og haslar sér völl í næturkyrrðinni.

Svört slæða hennar
þekur heiðan himin
og hún grætur á meðan.
Tárin renna niður kinn hennar
en hún tekur tárin
og tendrar með þeim slæðu sína.

En svo kemur sólin
og veran fljótt flýr.
Farin á annan stað,
með slæðu sína og vísu.

hilja
Veran þó senn aftur snýr
og svertir himininn aftur.