Og dansinn er hægari í dag en í gær
Fuglarnir flögra um daprir og þaga
Flaggið er fallið og erfitt að laga
Depurðin ríkir sem einvaldur strangur.
Skýin þau grá um grámöskvann fljúga
Goðin svo náðarlaus að okkur ljúga
Segja okkur ósatt um Himnaríki og gleði
Ánægjan liggur veik á köldu dánarbeði
Ég get fullyrt að veturinn verði mér langur.
…
Kannski lausnirnar finnist í lyfjum og víni
Líðanin ógeðfelld í sjálfum mér dvíni
Brosin breikki og hláturinn lengist
Bullandi þráin í sjálfum mér engist
Til að finna lausnir á mínum vanda.
Þegar vindurinn gnauðar úti við kaldur
Vil ég þegja og hlusta á örlagaskvaldur
Reyna að komast að endinum – finna leið
En lausnin er erfið og fáum greið
Mun ég deyja og missa minn anda?
…
En í rauninni veit ég að þetta mun líða
Eina sem ég geri er að setjast og bíða
Veturinn fer brátt og vorið mitt byrjar.
Þegar leiðinn í sjálfum mér verður of sterkur
Sé ég brátt að hann er aðeins tímabundinn verkur
Fuglinn brátt í góðu veðri enn á ný kyrjar.
…þegar veröldin kólnar og ég finn enga hlýju
veit ég að gleði mín kemur að nýju…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.