þetta ljóð samdi ég þegar ég var 17 og lennti í fyrstu ástarsorginni, finnst þetta bara fyndið núna :)
Brostin hjörtu og brákuð bein.
ÉG rakst á þig á ballinu í gær
það var vont, ég brákaðist á hendi.
Ég hafði ekki séð þig síðan þá
síðan þú komst mér svo skemmtilega á óvart
með því að segja mér upp.
Ég varð eins og hálfviti, hefði gert mig að fífli
ef ég væri það ekki fyrir.
Mér varð skyndilega kalt og stirðnaði allur upp,
í losti var ég fluttur til læknis.
Ég rakst á þig á ballinu í gær, það var vont.