Hún hleypur mér að,
ég lít.
Hún í hönd mína tekur,
ég þygg.
Hún hlær, sögur segir,
ég brosi.
Hún sér leikur,
ég græt. -
Því hún er ég,
fyrir langa löngu,
þegar hamingjan
var minn vinur;
þegar aðrir mig elskuðu,
og lífið var dans;
Þegar sögurnar voru sannar
og allt var svo skýrt. -