Og konungar reyna að leysa það fljótt
En græðgin verður mönnum að falli.
Náttúran brýst um í dauðans reipum
Sálirnar syndugar í Satans greipum
Á jörðu fellur kvikasilfurssalli.
Áhyggjur margar sem verður að leysa
Lífið er orðið ein allsherjar hneisa
Veröldin bráðnar í syndunum hér.
Þegar hvergi er skjól fyrir öflugu áreiti
Og sálina vantar sárt enn meira eldsneyti
Finn ég strax frið í hlýjum örmum þér.
Streitan í vinnunni bugar mig að lokum
Yfir eldgamlar syndir við hulunni mokum
Hinu slæma og gamla er strax orðið gleymt.
Rifrildi þjóða um landrými og aura
Allir vilja ráða ríki heimskingja og maura
En í fanginu á þér – þar getur mig dreymt.
…
Í faðmi þér með ljóshraða hlýjan hún þýtur
Í sálu mér brynjurnar kaldar hún brýtur
Því glaður ég hleypi þér þar inn.
Í faðmi þér meinin öll læknast svo skjótt
Í faðmi þér er ekkert lengur svo ljótt
Óhamingjupúkinn í sjálfum mér farinn.
Í faðmi þér önnur veröld þar dafnar
Meðan umhverfið ástlaust í syndum það kafnar.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.