Ég man þá tíma er við lékum okkur saman á ströndinni
og þegar við gerðum at í gömlu konunni
þar til hún varpaði öndinni.
Ég man þá tíma er við lékum okkur saman í snjónum
og köstuðum snjóboltum í blinda fólkið
fyllta af grjónum.
Ég man þá tíma er við lékum okkur saman í laugunum
og kaffærðum litlu ósyndu krakkana
þar til þau grétu úr sér augunum.
já við áttum okkar góðu stundir
en allt gott tekur enda
og það átti líka við um okkur
því í bæinn flutti stelpa
stelpa sem aðeins annar okkar gat fengið.