Grein þín hljóðaði svo:
Jæja hérna kemur enn eitt söguljóðið, og þetta hefur verið að flækjast í langan tíma fyrir mér, komið nú með ykkar álit!
Kveðja,
Abigel
Ég geng í hvítum snjónum
Himinn og jörð mætast,
klæða mig í hvítu sparifötin og mynda
órjúfanlega heild í kringum mig.
Birta þeirra sker mig í augun.
Ég dáist að fötum þeirra
langar að eiga samskonar
Ég tek snjóinn
og býr úr honum kjól.
Síðan svíf ég upp til skýjanna.
Þar koma englarnir og leika við mig,
og er ég á endanum þreytist
legst ég á mjúkt ský og sofna.
Þegar ég vakna er byrjað að rigna.
Ég sé hvernig himinn og jörð
aðskiljast frá hvort öðru
og kjóllinn minn hverfur í vatnsflaumnum.
Fyrir handan sjóndeildarhringinn
sé ég síðustu áhrif birtunnar
og myrkrið tekur völdin.
Götuljósin loga og vísa mér leiðina heim.
Með snöggu augnarráði lít ég upp til himins
en hann þykist ekki kannast við mig
eins og ég hafi aldrei fæðst.
Ég lít beint áfram á gangstéttina og hraða mér heim.