Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá fuglunum.
Hversu blítt þeir kvaka
og vekja mig með
söng sínum hvern morgunn.
Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá blómunum
sem spretta við túnfótinn,
brosa framan í sólina
og ilma eins og himnaríki.
Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá kettinum mínum
sem er svo ljúfur og góður
og malar þegar honum líður vel
og sofnar oft í keltu minni.
Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá sólargeislunum
sem hita vatnið
svo að það er hægt að synda í því
og ærslast og leika sér.
Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá ástinni
sem lætur hjartað slá örar
og sameinar tvær manneskjur
í eilífri hamingju.
Ef ég ætti orð, þá
segði ég þér frá öllu
því yndislega í lífinu.
Því, sem gerir það
þess vert að lifa því.