Ég hugsa oft um þig
stari tómum augum út í loftið
og hugsa …
til þín.
Til annars lands
þar sem grasið er grænna.
Þangað sem þú fórst
til að sjá fegurri veröld
og til að eignast betra líf.
En þú getur ekki flúið
óhamingjuna þína …
Ég horfði á þig pakka henni niður
og ég ók ykkur út á flugvöll.
Þér!