netmál...
líkt og í smásögu
ég stíg mín skref á skjánum
í átt til þín.
óræð orð mín vita ei
hvaða svör þau fá til baka
en tilfinningin er skýr.
Fáum er það gefið
að geta ritað sitt hjarta
á blað örlagana.
En þú og ég
vitum þó vel
að orðum fylgja athafnir.
Spennan magnast
í loftinu er óráðin gáta.