Nína liggur í grænum dal,
sólin á andlit hennar skín;
í dalnum ró hún finnur
og þar nú kvílist svo friðsöm og fín.

Nína átti marga drauma;
oft hún nennti engu;
sat bara og dreymdi,
meðan ástvinir frá henni gengu.

Já Nína fína
vildi oft heima sitja;
stinga nálinni inn,
og láta aðra sig vitja.

Óttann hún vildi flýja,
fannst sem allt yfir sig steypti.
Hún var sem lítið fiðrildi
sem rokið gleypti.

Og nú hún liggur,
sálin barin,
já draumadísin
verður brátt farin.