Hann er búinn að vera viðlátinn í nokkur ár,
þekkjumst,
heilsumst,
loksins kyssumst.

Byrjaði allt saman hægt,
fikra sig rólega áfram,
spenna og húðin tindrar öll.

Loks þessi koss,
þessi ótrúlega góði koss,
lítil tunga,
léttir kossar,
hér og þar yfir vangann.

Dýpri koss,
mikil tunga,
svo mjúk,
svo svakalega mjúk,
að ég gleymdi mér í henni.

Líkamarnir snertast,
hendur í hári,
hendur á andliti,
hendur á bringu,
fikra sig neðar.

Ástar-eitthvað.
Ólýsanlegt.
Ólýsanlega gott.

Hefur einhver fundið þetta?