Þetta ljóð er eiginlega um lífið og andstæður þess, fólk skilur það yfirleitt strax eða alls ekki.
Þið megið endilega skrifa einhverja almennilega gagnrýni, segja mér hvað ég er að gera vitlaust og þannig.. ekki vera hrædd við að vera leiðinleg, það gerir ekkert til.
njótið.. kv/alren
Kaldur andvari dögunnar
ber með sér hlýju í brjósti mér.
þú sérð,
vinur,
að frosið hjarta finnur
ekki hlýju nema í kulda
og helst
svolitlu volæði líka.
en lífið heldur áfram
og engin
ástæða til að kvarta
vegna þess
að einn daginn endar þetta
allt
endinn virðist nefnilega alltaf
vera
lengri hjá þeim
sem nöldra