Vegurinn er langur.
Einmanalegur og undarlegur,
annars eyðilegt landslag
endalausrar sandauðnar.
Ég sótti þennan stað heim
sveif um í draumi,
frá degi til dags
draumi klæddur.
Seiðandi tónar strjúka vanga minn,
sólargeislar verma augun.
Langt í burtu, hulið mjúk mistri
má greina rauð fjöll,
og hvítt hús.
Vegurinn er langur.
Lítt notaður og í niðurnístlu,
nær samt ekki alla leið,
ég verð að ganga.
Ég fór þaðan, sneyptur og snauður,
skelfingu lostinn.
Næturnar niðdimmar,
næra martraðir mínar.
Dimmir og drungalegir tónar elta mig,
draugsleg skíma varnar sýn.
Djúpt inni í þykkri þoku,
þar rísa rauð fjöll
og eitt svart hús.