undir trjánum
með bókina á maganum.
Lítill grænn froskur hoppaði við húsvegginn
eins og mús á leið heim
skýin liðuðust hægt yfir himinninn
og flugurnar suðuðu allt um kring
sumar í leit að blóði
aðrar í leit að blómum
ein stakk mig í fótinn
hún saug og saug
en ég vaknaði ekki
hún tók lífs míns vökva og flaug á braut.
Ég svaf svo vel í sólinni
undir trjánum
bókin hafði dottið í grasið
og sólin færst til á himninum
froskurinn var hvergi sjáanlegur
kyrrð.
Ég klóraði mér í fætinum.
-Sithy-