Ljóðstafir og kenningar eru ein elstu stílbrögð íslenskrar ljóðlistar. Rímið, sem svo mörg hugaskáld eru svo hrifin af, kemur ekki inn í tungumálið fyrr en löngu eftir landnám, en ljóðstafir fluttust hingað með fyrstu landnámsmönnunum. Eigum við að gefa skít í slíkt? Eigum við þá ekki líka bara að brenna restina af bókmenntaarfi þjóðarinnar, öll handritin og þjóðsögurnar?
'A meðan til er fólk sem hugsar svona um arf íslenskrar ljóðagerðar, verður aldrei til neitt nýtt, því til að breyta ríkjandi formi/formum, þarf að þekkja fortíðina og þær reglur sem henni fylgja. Haldið þið virkilega að Hannes Sigfússon, Jón úr Vör og Steinn Steinarr hafi ekki kunnað ljóðstafi þegar þeir voru að yrkja fyrstu formbyltingarljóðin? Tíminn og Vatnið, þar má finna stuðla, Dymbilvaka stuðluð, það væri helst í Þorpinu sem væri erfitt að finna ljóðstafi, en í seinni ljóðum Jóns kemur berlega í ljós að hann hafði mjög góð tök á notkun þeirra.
'Eg held, að í stað þess að vera með einhverja stæla þegar einstaklingur á borð við Solufegri er að leiðbeina ykkur, ættuð þið að hlusta. Því augljóst er ð þar er á ferð manneskja sem veit sitthvað um ljóð, sem er nú meira en segja má um mörg hver skáldin hér, sem halda að það sé nóg að yrkja ljóð til að vera skáld, en lesa aldrei nein ljóð, nema í mesta lagi eftir eitt skáld. Þið ættuð frekar að hlusta því það er augljóst að Solufegri hefur mun meiri reynslu af því að yrkja en þið, og kann þess vegna flest stílbrögðin. Aldrei að vita nema þið mynduð læra eitthvað, eða er kannski bannað að læra eitthvað annars staðar en í skólum???