EF
Ef heiminum væri stjórnað af mér,
væri alltaf sól á Kleppi.
Ríkið biði líka í röð eftir leikskólaplássum,
og fengi ekki betri laun en ég,
fengi ekki undanþágu fyrir prinsipum sem þau settu.
og rúgbrauð væri bragðlaust.
Ef heiminum væri stjórnað af mér,
væri alltaf sól á Kleppi.
Konungsveldið
Kónugurinn brosir breiðu,
er hann horfir á sitt mikilfenglega
konungsríki sem er eins og rotið epli.
Hirðfíflin, við, látum senda okkur
hingað og þangað,bara til að geðjast honum.
Þetta er allt hans og hann á okkur,
við erum þrælar í sirkús ríkissins.
Guð hjálpi okkur!
Organum
Endilega gefið mér ykkar álit á þessum ljóðum og hvað megi færa til betri vegar :)
Lifi funk-listinn