Öhmmm… er meðalaldurinn hérna á ljóðum eitthvað að yngjast eða er þetta bara rugl í mér? ;þ
Annars… þetta er ágætis ljóð, miðað við það að höfundurinn er bara 11 ára gömul stelpa (nokkrum árum eldri en systir mín sem kann hvorki á tölvu né að semja ljóð) Við hérna á ljóðum ættum ekki að miða þessi ljóð við Stein Steinarr eða Tómas Guðmundsson, heldur líta á þau með sanngjörnum huga!
Þegar ég var á Patty's aldri samdi ég nokkur ljóð, til dæmis hljóðuðu þau svona:
Það var einu sinni fíll
hann leit út eins og bíll
hann ætlaði eitt sinn að fara í skóla
hætti við og fór að róla!
Miðað við aldur ljóðskáldsins verð ég að segja að þetta ljóð hennar Patty, er meistaraverk! Það er djúpt í þeim skilningi orðsins og þar að auki lofar þetta allt góðu!
Þannig að Patty, hlustaðu ekki á alla gagnrýnina, heldur haltu áfram að þroska með þér þinn stíl! Ef þú heldur áfram á þessari braut getur þú orðið með þeim bestu!
Adju… Danni
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.