er himinninn speglast blár í djúpum álum,
og árroðabliki bregður um vog og sund
og bárur vagga, kvikar af fleygum sálum,
en ströndin glóir, stuðluð og mikilleit,
og storkar sínu mikla örlagahafi.
Þá er eins og guð sé að gefa oss fyrirheit
og geislum himins upp úr djúpinu stafi.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Svo er annað sem mér finnst líka flott.
Í Vesturbænum
Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum.
En er nokkuð yndislegra
- leit auga þitt nokkuð fegra -
er vorkvöld í vesturbænum?
Því þá kemur sólin og sezt þar.
Hún sígur vestar og vestar
um öldurnar gulli ofnar.
Og andvarinn hægir á sér.
Ástfangin jörðin fer hjá sér,
unz hún snýr undan og sofnar.
Tómas Guðmundsson
Sko mér finnst fyrstu tvö erindin flottust en þau eru svo mörg að ég nenni ekki að skrifa þau öll.
(i)Ragna OG Dagný(i)