ástar sinnar einmana unglingur saknar
þegar stjörnurnar lýsa mér leiðina heim
sé ég andlit þitt speglast svo fagurt í þeim.
þegar komið er kvöld og horfið er húmið
tómur ég kaldur án þín leggst í rúmið
nú vona ég að draumarnir færi mér þig
því að draumur með þér - varmur róar mig.
…
þegar kvöldið kemur og ljósið dvín
heimurinn þagnar og nóttin hún fagnar
finn ég það mest að ég sakna þín.
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.