Megnar þú
að fræða umhverfi þitt
um ást?

Hefur þú kjark
til að staldra við
þegar straumþunginn brýtur allt niður…

Megnar þú
að elska - án efa
hvert augnablik sem til þín kemur…

hverja sál - sem eftir þér bíður.

Mig sem elskar þig???