Og í helvíti ringdi frostmolum
“friður og farsæld á jörðu”
Og himininn hvolfdist yfir okkur
“elskaðu náungan eins og sjálfan þig”
tíuþúsund englar allir í einu vildu sjá
“virða skaltu föður þinn og móður”
sjá þessa friðsæld á jörðu sem skapast hafði
“þú skalt ekki aðra guði hafa”
vonbrigðin lýstu úr svörtum engla andlitinum
“bræður munu berjast”
þeir héldu sig hafa haft rétt
“Surtur svíður jörðina”
og þrátt fyrir að hafa skapað helvíti á jörðu
“heimili þitt er í daldauðans”
halda þeir sig ennþá hafa rétt
“heyrir ekkert illt”
og halda stóru svörtu bókinni í minni
“þú skalt ekki aðra guði hafa”
þrátt fyrir að þykjast ekki trúa
“þú skalt ekki aðra guði hafa”
trúa þeir heitara nú
“þú skalt ekki aðra guði hafa”
og skapa okkur hinum helvíti á jörðu
“þú skalt ekki girnast konu náunga þíns”
með boðum sínum og bönnum

Og nú haglar í helvíti
og himnarnir steypast
og guðirnir svelta
og djöflarnir dansa um í borgum bræðra okkar
og við snúum okkur að nýju guðunum
og við þykjumst ekkert heyra
við þykjumst ekkert sjá
við þykjumst ekkert vita
og það haglar í helvít
og himnarnir steypast
og gömlu guðirnir deyja úr hungri
og djöflarnir dansa í borgum bræðra okkar
og nýju guðirnir ganga um eins og vélmenni
og við þekkjum ekki andlit bræðra okkar.


[Skrifað með upplestur í huga þar sem ein rödd les allt í gæsalöppum og önnu rödd les allt annað. Síðasta erindið er svo lesið nokkuð hratt! Ljóðið þarfnast vinnu en ég hélt ég myndi henda því hérna inn samt!:)]
-Sithy-