Hjartasár
Döggin glitrar og geislar
en grátandi stúlkan ein
situr og sorgina beislar
svikin, heyr tregakvein.
Bitrum og brostnum augum
í bálið starir mey
„í sæng með dauðans draugum,
Djöflinum seld, ég dey“.
„Þú vinur, er áður mig áttir,
elskan mín, góða nótt.
Mér er sama þó náist sáttir
sæl ég sef nú rótt“.
„Ég syrgi mjög að manni brást
og bið að fyrirgefi mér,
þú sem átt mína dýpstu ást,
sem ávallt er tileinkuð þér“.
*** Við textann er til lag með hljómsveitinni Whool frá Akranesi. http://walk.to/whool