Stálbúrið varpar línukenndum skuggum
röndótt brúnkan málar andlitið fölt
sönghljóðin kafna rámri whiskey röddu
heitir sólargeislar sjóða sáluna sundur
vorgolan leikur um fitugt fiðrið grátt
glirnurnar stara móts við himin vonaraugum

búrið opnast

lafurhægt eins og í leiðslu reiðir sig til flugs
lúsugir vængirnir blaka nú stjórnlaust af lífi
flýgur upp til frelsis móts við gullrautt sólsetur
rám röddin syngur fegurstu tóna nýfædds sumars
“True words are never spoken”