heimurinn skreppur saman í litla kúlu
sem skoppar á borðinu fyrir framan mig
og ég gleypi í mig allt sem ég sé.
Litlu þorpin í stóru fjöllunum
þar sem ungar stúlkur grétu tárum bláum
fyrir sjöhundruð árum
ljósbrúnar strendur svo langt sem augað eigir
og ég læt sandinn leika við tærnar
leifi sjónum að koma alveg að mér
og hoppa svo frá
eða læt hafið kela við þær
selta þær og kæla
skærir litirnir í hafinu og himninum
óaðskiljanlegir eins og hluti af lítilli veru
og hafið er augun
og himininn er sálin
sem þegir
þögn aldanna.
-Sithy-